56. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 11. ágúst 2016 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Birgitta Jónsdóttir boðaði forföll vegna annarra þingstarfa. Birgir Ármannsson boðaði forföll. Elsa Lára Arnardóttir og Höskuldur Þórhallsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) Þjóðskrá Íslands. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 09:00
Á fundinn komu Sólveig Guðmundsdóttir og Jón Ingi Einarsson frá Þjóðskrá Íslands, Hermann Sæmundsson og Guðbjörg Sigurðardottir frá innanríkisráðuneyti, Sigurður H. Helgason, Guðrún Ögmundsdóttir, Viðar Helgason og Guðmundur Pálsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Sveinn Arason og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið m.a. varðandi útboð á vegabréfaútgáfu og framleiðslukerfi vegabréfa sem stofnunin hefur unnið að í samvinnu við innanríkisráðuneytið að færi fram 19. ágúst n.k., og nauðsyn þess að fjármála- og efnahagsráðuneyti tryggi fjármögnun. Gengið var eftir því af hálfu nefndarinnar hvort þetta gengi eftir og var staðfest að reynt yrði að tryggja það.

Nefndin lauk umfjöllun um skýrsluna.

3) Verktakagreiðslur hjá Fasteignaskrá. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 09:30
Á fundinn komu Hermann Sæmundsson og Guðbjörg Sigurðardóttir, Sigurður H. Helgason, Guðrún Ögmundsdóttir, Viðar Helgason og Guðmundur Pálsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Sveinn Arason og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun.

Nefndin lauk umfjöllun um skýrsluna.

4) Eftirlit með skuldum og fjármagnskostnaði ríkisstofnana. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 09:50
Á fundinn komu Guðmundur Pálsson, Sigurður H. Helgason, Guðrún Ögmundsdóttir og Viðar Helgason, Ingþór Karl Eiríksson frá Fjársýslu ríkisins og Sveinn Arason og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun.

Nefndin fjallaði um skýrsluna með gestum.

Samþykkt að umfjöllun um skýrsluna sé lokið.

5) Ríkisábyrgðir og endurlán ríkissjóðs. Skýrsla til Alþingis Kl. 10:00
Á fundinn komu Sigurður H. Helgason, Guðrún Ögmundsdóttir, Guðmundur Pálsson og Viðar Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Sveinn Arason og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun.

Nefndin fjallaði um skýrsluna með gestum.

6) Innkaupastefna ráðuneyta. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 10:20
Á fundinn komu Sigurður H. Helgason, Guðrún Ögmundstóttir, Viðar Helgason og Guðmundur Pálsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Sveinn Arason og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun.

Nefndin fjallaði um skýrsluna.

Samþykkt að umfjöllun væri lokið.

7) Eftirlit Tryggingastofnunar með bótagreiðslum. Skýrsla um eftirfylgni. Kl. 09:35
Á fundinn komu Sveinn Arason og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun. Nefndin fjallaði um skýrsluna og álitaefni varðandi tilkynningarhnappa vegna mögulegra bótasvika.

8) Stuðningur við atvinnu- og byggðaþróun. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 10:25
Á fundinn komu Sveinn Arason og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun.

Nefndin fjallaði um efni skýrslunnar. Samþykkt að umfjöllun sé lokið.

9) Önnur mál Kl. 10:27
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:27